Viðvörun vegna falsaðra greiðslubeiðna

28/08/2013

Alþjóðahugverkastofnunin, WIPO, hefur sent frá sér viðvörun þess efnis að umsækjendur greiði ekki gjöld vegna PCT umsókna til annarra aðila en WIPO.  Dæmi eru um að óprúttnir aðilar hafi reynt að svíkja út peninga með þessum hætti.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um málið á heimasíðu WIPO auk þess sem hægt er að skoða dæmi um greiðslubeiðnir sem borist hafa umsækjendum á meðfylgjandi slóð:

http://www.wipo.int/pct/en/warning/pct_warning.html