Ég er með uppfinningu – get ég fengið einkaleyfi?
Hægt er að fá einkaleyfi á tæknilegum uppfinningum ef þær eru nýjar og frumlegar og ef hægt er að fjölfalda þær. Áður en sótt er um einkaleyfi er rétt að kanna hvaða einkaleyfi eru til og hvort uppfinningin er ný, t.d. með því að leita í gagnabanka Evrópsku einkaleyfastofunnar Espacenet. Þá getur verið skynsamlegt að leita til fagmanna hjá t.d. Félagi einkaleyfasérfræðinga og Félagi umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa. Þá býður t.d. Nordic Patent Institute upp á forkönnun á uppfinningu.
Nýnæmi og leit