Íslenska bætist við vélþýðingarþjónustu Espacenet

26/06/2013

Sex nýjum tungumálum, þ.á m. íslensku, hefur nú verið bætt við vélþýðingarþjónustu Espacenet einkaleyfagagnagrunnsins. Auk íslensku er nú hægt að þýða efni frá 21 tungumáli yfir á ensku og öfugt. Verkefnið er samstarfsverkefni Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) og Google en samansöfnun gagna fyrir þýðingarvélina hefur verið á herðum aðildarríkjanna, þ.á m. Einkaleyfastofunnar. Áætlað er að í lok árs 2014 nái vélþýðingarþjónustan til 28 tungumála 38 aðildarríkja EPO, auk rússnesku, japönsku og kínversku en þau tvö síðarnefndu hafa þegar verið gerð aðgengileg.

Við þessi tímamót nefnir Benoît Battistelli, forstjóri EPO, m.a. að með tilkomu vélþýðingarþjónustunnar sé ýmsum hindrunum sem tengjast tungumálum ýtt úr vegi og að með því sé aðgengi uppfinningamanna og viðskiptalífsins að einkaleyfakerfinu bætt. Sú staðreynd muni auka samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja og bæta gæði einkaleyfa enn frekar.

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar:

Espacenet

Patent translate

Kynningarmyndbönd