Einkaleyfastofan hefur birtingu úrskurða áfrýjunarnefndar í ELS-tíðindum

19/09/2013

Í 18 gr. reglugerðar nr. 275/2008 um áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar er kveðið á um að Einkaleyfastofan skuli  birta ágrip af úrskurðum nefndarinnar í ELS-tíðindum. Einkaleyfastofan mun frá og með 15. október 2013 hefja birtingu ágripa af úrskurðum nefndarinnar og í 10. tbl. ELS-tíðinda verða birtir þeir úrskurðir sem nefndin hefur kveðið upp það sem af er þessu ári.