Umsókn um styrk frá Tækniþróunarsjóði

02/02/2015

Einkaleyfastofan vekur athygli á að Tækniþróunarsjóður býður nú upp á sérstaka styrki til að undirbúa og skila inn umsóknum um einkaleyfi hér á landi og erlendis. Hámarksstyrkur fyrir landsbundna umsókn er 300 þús.kr. og 1,2 m.kr. fyrir alþjóðlega umsókn.

Nánar má fræðast um styrkina og sækja um á vef sjóðsins: http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/.