Sterk staða nýsköpunar á Íslandi

15/08/2016

Ísland kemur vel út í árlegum skýrslum Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um stöðu nýsköpunar í heiminum. Líkt og í fyrra er Ísland í 13. sæti nýsköpunarvísitölunnar Global Innovative Index sem er unnin af WIPO, en hún tekur saman og raðar nýsköpunargetu og -árangri aðildarríkja stofnunarinnar. 

Samkvæmt nýjustu samanburðarmælingum framkvæmdarstjórnar ESB á evrópskri nýsköpun þá stendur Ísland vel að vígi. Ísland er talið vera sterkt nýsköpunarland og standa sig betur á þessu sviði en að meðallagi í Evrópusambandinu. Samkvæmt skýrslunni eru styrkleikar Íslands útgáfa á alþjóðlegum vísindaritum og skráning á ESB vörumerkjum, en veikleikar meðal annars skráning á ESB hönnun þar sem fjöldi skráninga hefur dregist saman milli ára.

Hægt er að sjá nýjustu skýrslu Global Innovation Index með því að smella hér

Hægt er að sjá nýjustu skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um nýsköpun í Evrópu með því að smella hér