Rafræn umsókn

Til þess að hægt sé að leggja inn rafræna umsókn um skráningu vörumerkis þarf umsækjandi að vera með íslykil eða rafræn skilríki. Hægt er að nálgast  Íslykil  á www.island.is. Upplýsingar um rafræn skilríki er að finna hér: www.island.is

Smelltu hér til að sækja rafrænt um skráningu vörumerkis

Vinsamlegast athugið

  • Færa skal inn númer vöru- og þjónustuflokka, ásamt upptalningu á viðeigandi vöru/þjónustu. Valin skal sá flokkur sem varan/þjónustan fellur undir.
  • Við gerð reikninga og greiðsluseðla notast Einkaleyfastofan við innheimtukerfi ríkisins, TBR.  
  • Viðvörun um falsaðar greiðslubeiðnir. Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Einkaleyfastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og biður viðskiptavini sína um að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim svona erindi þar sem tilgangur þeirra virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.
  • Ef notaðar eru útgáfur 6-9 af Internet Explorer er mögulegt að ákveðnir hlutar umsóknarinnar birtast ekki rétt, eins og mynd í yfirlit umsóknar, en þrátt fyrir það er hægt að senda inn umsóknina. Beðist er velvirðingar á þessu.