Ráðstefna HR og WIPO um hugverkastefnur háskóla

18/10/2016

Alþjóðleg ráðstefna um hugverkastefnur háskóla, Intellectual Property Policies and Technology Management, verður haldin í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 20. október næstkomandi.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO) en hún mun snúa tengslum tækni, hugvits og hugverka í háskólum, tækni- og þekkingaryfirfærslu og þróun hugverkaáætlanna.

Meðal fyrirlesara er Lien Verbauwhede, ráðgjafi á sviði lítilla- og meðalstórra fyrirtækja og frumkvöðlastuðnings hjá WIPO, Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Emil Pot, einkaleyfalögfræðingur.

Ráðstefnan hefst klukkan 10 og er aðgangur ókeypis.

Radstefna - HR - WIPO

Radstefna - HR - WIPO, by Nonni