PPH samstarf við Kína framlengt til ársins 2019

30/06/2016

Einkaleyfastofan og kínverska einkaleyfastofan SIPO, gerðu árið 2014 með sér samkomulag um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna, annars vegar fyrir landsbundnar umsóknir og hins vegar fyrir alþjóðlegar umsóknir (PCT) frá Kína. Um var að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára og rennur það sitt skeið þann 1. júlí næstkomandi.

Ákveðið hefur verið að framlengja samstarfið um þrjú ár til viðbótar, þ.e. til 30. júní 2019. Umsóknarferli og eyðublöð haldast óbreytt og má allar nánari upplýsingar finna á síðu Einkaleyfastofunnar, hér.