Ný rannsókn sýnir jákvæð áhrif hugverka á evrópsk hagkerfi, vöruskiptajöfnuð og atvinnusköpun

28/10/2016

Ný skýrsla Evrópsku einkaleyfastofunnar og Evrópsku hugverkastofunnar staðfestir efnahagslegan ávinning Evrópu af einkaleyfum, vörumerkjum, hönnun og öðrum tegundum af hugverkum. Í skýrslunni, sem var birt þann 25. október, voru mæld áhrif hugverkaréttinda á evrópsk hagkerfi með tilliti til landsframleiðslu, atvinnusköpun, launa og alþjóðaviðskipta.

Samkvæmt skýrslunni standa fyrirtæki í hugverkaiðnaði fyrir 42% af efnahagslegri starfsemi Evrópusambandsins og 38% af öllum störfum ESB koma frá iðnaði sem nýtir sér hugverkaréttindi í miklum mæli. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðallaun í hugverkaiðnaði eru rúmlega 46% hærri en í öðrum iðnaði.

Evrópsk fyrirtæki standa einnig framarlega í hönnun, en fyrirtæki sem nýta hönnun í miklum mæli stóðu fyrir rúmlega 18% af samanlagðri landsframleiðslu ESB og sköpuðu 38,7 milljón störf.

Úrdrátt úr skýrslunni má nálgast hér.

Helstu niðurstöður skýrslunnar má sjá hér.

Skýrsluna er hægt að sjá í heild sinni hér.