Gjöld
Umsóknargjöld eru ekki endurgreidd.
Ekki er tekið við greiðslum með kreditkortum.
Einkaleyfastofan innheimtir gjöld samkvæmt ákvæðum reglugerðar sem settar eru á grundvelli laga um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar og önnur hliðstæð þjónustugjöld. Núgildandi gjaldskrá er samkvæmt reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. nr. 818/2016, með síðari breytingum sem tók gildi þann 1. janúar 2017. Við gerð reikninga og greiðsluseðla notast Einkaleyfastofan við innheimtukerfi ríkisins, TBR.
Gjaldskrá
Gjöld fyrir umsókn um skráningu hönnunar eða endurnýjun: | Krónur |
Umsóknargjald fyrir hvert fimm ára tímabil: | 17.300 |
Umsóknargjald fyrir hverja hönnun umfram eina í samskráningu fyrir hvert fimm ára tímabil: | 7.500 |
Ef óskað er eftir því við innlagningu umsóknar að skráning hönnunar gildi í fleiri en eitt tímabil í senn skal greiða umsóknargjald fyrir hvert tímabil sem skráningunni er ætlað að ná yfir. | |
Gjald fyrir hverja mynd umfram eina: | 4.100 |
Rannsóknargjald: | 11.000 |
Endurnýjunargjald fyrir hvert fimm ára tímabil: | 21.900 |
Endurnýjunargjald fyrir hverja hönnun umfram eina í samskráningu fyrir hvert fimm ára tímabil: | 7.500 |
Ýmis gjöld: | |
Umsýslugjald fyrir móttöku og meðhöndlun alþjóðlegrar hönnunarumsóknar: | 17.300 |
Gjald vegna kröfu um að skráning verði felld úr gildi: | 12.700 |
Gjald fyrir beiðni um endurupptöku | 11.000 |
Gjald fyrir meðhöndlun beiðni um endurveitingu réttinda til hönnunar: | 41.400 |
Gjald fyrir beiðni um innfærslu upplýsinga um aðilaskipti, nytjaleyfi eða veðsetningu: | 6.900 |
Gjald fyrir beiðni um aðrar innfærslur í málaskrá, s.s. breyting nafni eða heimilisfangi umsækjanda eða breytingar varðandi umboðsmann: | 3.500 |
Rafrænt afrit af umsókn eða af veittu einkaleyfi eða öðrum skjölum úr skjalavistunarkerfi: | 1.200 |
Staðfest afrit af skjölum skv. 6. tl. eða útgáfa forgangsréttarskjals: | 4.600 |
Útprentun eða ljósritun gagna, hver síða í stærðinni A4: | 200 |
Fyrir þjónustu, sem verður ekki heimfærð undir einingarverð reglugerðarinnar, svo sem umfangsmikla leit, athuganir, úrvinnslu eða tölvuútskriftir, greiðist tímagjald: | 6.900 |