Kynningarfundur um flokkun vöru- og þjónustu

06/02/2015

Í lok árs 2013 kynnti Einkaleyfastofan breytingar varðandi túlkun á yfirskrift flokka Nice flokkunarkerfisins um vöru og þjónustu sem tóku gildi 1. janúar 2014.

Á sama tíma var eigendum vörumerkjaskráninga, þar sem yfirskrift flokkanna var notuð fyrir 1. janúar 2014, gefið tækifæri til að tilgreina nánar vöru og/eða þjónustu í stað yfirskriftarinnar.

Einkaleyfastofan auglýsir nú kynningarfund um ofangreint efni, fyrir umboðsmenn vörumerkja.  Fundurinn verður haldinn á Einkaleyfastofunni, 19. febrúar nk., kl. 10-11.

Þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku fyrir hádegi 18. febrúar nk. á netfangið ak@els.is.