Ísland gerist aðili að DesignView

18/05/2015

Frá og með 18. maí 2015, hefur Einkaleyfastofan gert gögn sín er varða hönnun aðgengileg í leitarvél DesignView.

DesignView kerfið er afrakstur alþjóðlegs samstarfsverkefnis sem OHIM hefur umsjón með, og er Einkaleyfastofan 31. skrifstofan sem gerir gögn sín aðgengileg í Designview.

Um 3.500 hönnunarskráningar frá Íslandi hafa því bæst við leitarvélina, og veitir DesignView nú upplýsingar um og aðgang að alls 4,2 milljónum hönnunarskráninga.

Alls hafa yfir 935.000 leita farið í gegnum DesignView frá því að það var opnað 19. nóvember 2012. Leitirnar hafa borist frá 137 mismunandi löndum, en flestir notendur DesignView koma frá Spáni, Þýskalandi og Bretlandi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu DesignView:  https://www.tmdn.org/tmdsview-web/welcome

dsview_-_logo.png

dsview_-_logo.png, by jonakh