Hlutur kvenna í einkaleyfaumsóknum eykst

29/11/2016

Samkvæmt nýrri greiningu Alþjóðahugverkastofnunarinnar, WIPO, var tilgreind að minnsta kosti ein uppfinningakona í 29% einkaleyfaumsókna sem lagðar voru inn í gegnum WIPO á árinu 2015 samanborið við 17% árið 1995.

Jafnræði hefur næstum náðst í umsóknum menntastofnanna, en þar er hlutfallið 48% samanborið við 28% árið 1995. Töluverður munur er á löndum, en þar er tróna suður Kórea (50%) og Kína (49%) efst á lista á meðan stærsta kynjabilið í PCT umsóknum var að finna í Þýskalandi (19%), Japan (19%), Ítalíu (18%) og suður Afríku (16%).

Svipuð rannsókn bresku hugverkastofunnar, UKIPO, leiddi í ljós að þrátt fyrir að heildarhlutfall kvenkyns uppfinningafólks hafi aukist um 60% frá árinu 2000, þá er hlutfallið ennþá lágt eða 11,5%.

Hægt er að sjá fréttir WIPO hér og UKIPO hér.