Helstu skilyrði verndar

 

Til þess að Einkaleyfastofan geti skráð vörumerki þarf merkið að uppfylla ákveðin skilyrði.

Vörumerkið verður að:

  • Hafa aðgreiningarhæfi, þ.e. vera til þess fallið að greina vörur eða þjónustu eiganda þess frá vörum eða þjónustu annarra.
  • Hafa sérkenni, þ.e. vera nægjanlega sérkennilegt svo það skapi tengingu sem vörumerki.

 

Vörumerkið má ekki:

  • Lýsa tegund vöru eða þjónustu, ástandi, magni, notkun, verði, uppruna, eiginleikum o.fl. 
  • Villa fyrir neytendum um tegund vöru eða þjónustu, ástand, magn, notkun, verð, uppruna, eiginleika o.fl.
  • Vera algengt tákn eða orð sem algengt er í viðskiptum eða notað í daglegu máli.
  • Innihalda opinber tákn s.s. fána eða skjaldamerki, nema að fengnu sérstöku leyfi.
  • Vera of líkt skráðu vörumerki eða heiti á fyrirtæki annars aðila.
  • Fara gegn höfundarétti annars aðila.

 

Vörumerki sem innihalda orð sem ekki er hægt að fá skráð ein og sér eins og t.d. orðin Ísland eða gæðaþjónusta geta þó fengist skráð ef þau eru sett fram í útfærslu eða með mynd sem talin er nægjanlega sérkennileg. Einkarétturinn nær þá til heildarmyndar merkisins en ekki orðanna sem slíkra. Hér má sjá dæmi um þau viðmið sem Einkaleyfastofan fer eftir við mat á skráningarhæfi slíkra merkja:  Dæmi

Nánar: lög um vörumerki nr. 45/1997 og reglugerð um vörumerki nr. 310/1997.