Haag samningurinn um alþjóðlega skráningu hönnunar tekur gildi í Bandaríkjunum og Japan

13/05/2015

Þann 13. maí 2015 mun Haag samningurinn um alþjóðlega skráningu hönnunar (e. Hague System) taka gildi í Bandaríkjunum og Japan. Þetta þýðir að nú geta notendur Haag kerfisins tilnefnt Bandaríkin og Japan í alþjóðlegri hönnunarumsókn, og bandarísk og japönsk fyrirtæki og einstaklingar geta að sama skapi verndað hannanir sínar í þeim fjölda landa og stofnana sem eru aðilar að Haag kerfinu.

Hægt er að leggja inn umsókn rafrænt hér.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðum WIPO:  Hague Information Notices eða Hague – The International Design System.