Filippseyjar gerist aðili að TMview

23/03/2015

Hinn 23. mars 2015, gerði hugverkastofa Filippseyja (IPOPHIL) gögn sín aðgengileg er varða vörumerki í leitarvél TMview.

IPOPHIL gerðist fyrst aðili að ASEAN TMview sem var þróað af hugverkastofum ASEAN aðildarríkjana með stuðningi ESB-ASEAN verkefnisins um vernd hugverkaréttinda (ECAP III stig II) í umsjón OHIM.

Ákvörðun IPOPHIL um að gerast aðili að TMview er afrakstur alþjóðlegs samstarfsverkefnis sem er í umsjón OHIM og er unnið í samvinnu við aðila  þess um allan heim.

Með þessari viðbót er  heildarfjöldi skrifstofa sem taka þátt í TMview alls 38 en 325.000 vörumerki bætast við frá Filippseyjum. TMview veitir nú upplýsingar um og aðgang að alls 25,3 milljóna vörumerkja.

Frá því að TMview var kynnt hinn 13. apríl 2010, hefur leitarvélin þjónað fleiri en 12,1 milljón leitarbeiðna frá 151 mismunandi löndum og eru aðilar frá Spáni, Þýskalandi og Ítalíu fjölmennustu notendurnir.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu TMview, www.tmview.org

tmview_logo.jpg

tmview_logo.jpg, by kkadmin