EUIPO - Nýtt nafn Vörumerkja- og hönnunarskrifstofu Evrópusambandsins

08/03/2016

Stærsta stofnun Evrópusambandsins á sviði hugverkaréttar, samhæfingarskrifstofa innri markaðarins eða Office for Harmonisation in the Internal Market (OHIM), mun á næstunni breyta nafni sínu í EU Intellectual Property Office (EUIPO).

Löggjöf sem tilgreinir nafnabreytinguna var samþykkt í desember síðastliðnum, en frá og með 23. mars mun OHIM vera þekkt sem EUIPO ásamt því að Evrópuvörumerki stofunarinnar, e. Community trade mark (CTM), mun vera endurnefnt European Union trade mark (EUTM).

Frá sama degi munu öll skráð Evrópuvörumerki (CTM) vísa til European Union trademarks (EUTM) og það sama á við um umsóknir um Evrópuvörumerki.

OHIM er stærsta sjálfstæða stofnun Evrópusambandsins. Auk þess að hafa umsjón með Evrópuvörumerkjum og Evrópuhönnun (e. Registered Community Design - RCD) þá starfar stofnunin í samvinnu við lands- og svæðisskrifstofur á sviði hugverkaréttar til að byggja upp sterkara hugverkaréttindakerfi í Evrópu.