Einkaleyfastofan tekur nú við umboðsskjölum á rafrænu formi

22/02/2016

Í samræmi við 37. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, hefur Einkaleyfastofan ákveðið að falla frá kröfu um framlagningu umboðsskjala í frumriti, svo fremi sem tryggt er að skjalið sé óbreytt frá upprunalegri gerð. Ekki er tekið við skjölum með rafrænum undirskriftum.

Breyting þessi felur hvorki í sér breytingu á því í hvaða tilvikum umboðs er krafist né á því hvaða kröfur eru gerðar til undirritunar skjala. Einkaleyfastofan getur ávallt kallað eftir frumriti umboðsskjals ef þurfa þykir.

Umboðsskjöl má senda á netfangið postur@els.is, sem .pdf skjöl eða á sambærilegu formi. Vinsamlega vísið til umsóknar- eða skráningarnúmers eftir því sem við á.