Einkaleyfastofan Fyrirmyndarstofnun 2016

17/05/2016

Einkaleyfastofan hlaut sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun ársins 2016 í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn), en niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2016 voru kynntar í Hörpu við hátíðlega athöfn að viðstöddu margmenni hinn 12. maí 2016.

Þetta í fjórða sinn sem Einkaleyfastofan er í hópi efstu stofnannna í könnuninni og í annað sinn í öðru sæti. Sú góða einkunn sem starfsmenn Einkaleyfastofunnar gefa vinnustað sínum ber vitnisburð um góðan starfsanda, öfluga starfsmannastefnu og góða stjórnun vinnustaðarins.

Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Markmið könnunarinnar Stofnun ársins er nú sem áður að veita stjórnendum tæki til að vinna að úrbótum í stjórnun og starfsumhverfi og eins aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.

Þetta er í ellefta sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Fjármála- og efnahagsáðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Val á Stofnun ársins 2016 er byggð á svörum tæplega 8.000 opinberra starfsmanna óháð stéttarfélagi hjá ríki og sjálfseignarstofnunum, alls 142 stofnunum.

Sjá nánar á vefsíðu Stofnun ársins 2016.

Einkaleyfastofan Fyrirmyndarstofnun 2016. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu ásamt hluta af starfsfólki Einkaleyfastofunnar.

Einkaleyfastofan Fyrirmyndarstofnun 2016. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu ásamt hluta af starfsfólki Einkaleyfastofunnar., by jonakh

Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar ásamt hluta af starfsfólki Einkaleyfastofunnar.