Alicante News frá 1. mars sl. – nánari tilgreining á vörum/þjónustu

04/03/2016

Einkaleyfastofan vekur athygli á grein í tímariti skráningarskrifstofu Evrópusambandsins (OHIM), Alicante News, frá 1. mars sl., varðandi það svigrúm sem eigendum Evrópusambandsskráninga er veitt tímabundið til nánari tilgreiningar á vörum/þjónustu varðandi þau merki sem skráð voru fyrir 22. júní 2012, sbr. tilkynningu Einkaleyfastofunnar þess efnis fyrir nokkrum dögum. Greinin ber yfirskriftina „Clarifying your list of goods and services under Article 28(8) KCG&S Issues“.

Í greininni koma fram nánari skýringar á aðdraganda þessa og þeim kröfum sem gerðar eru í ferlinu sem hefst þann 23. mars og lýkur 24. september næstkomandi. Þá er ennfremur áréttað að tilgreining á vörum/þjónustu skuli vera í samræmi við þá útgáfu NICE flokkunarkerfisins sem í gildi var á þeim tíma sem merkið var skráð. Er það í samræmi við framkvæmd Einkaleyfastofunnar til þessa.

Tímarit OHIM má nálgast hér.