3% aukning í fjölda umsókna árið 2014 hjá EPO

22/01/2015

Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) bárust 273.110 einkaleyfisumsóknir árið 2014 sem er 3% aukning frá árinu 2013.

Bráðabirgðartölur sýna að fjöldi umsókna frá Evrópu haldast stöðugar (+0.3%). Fjöldi umsókna jukust frá Bandaríkjunum (+6.7%), og mjög mikil aukning varð í fjölda umsókna frá Kína (+16.8%). Kórea (+1.4%) sýnir meðal aukningu í fjölda umsókna, á meðan að fækkun varð í fjölda umsókna frá Japan (-3.8%).

Áætlað er að EPO muni birta nákvæmari tölur um einstök lönd og atvinnugreinar, sem og flokkun eftir fyrirtækjum, þann 26. febrúar 2015.